Eftir heitan dag í sólinni getur verið ljúft að njóta eftirmiðdagsins vínkjallara og fá að smakka bestu vín sem eru framleidd hér á Costa Blanca. Við heimsækjum Mendoza Vínframleiðandann  Pepe Mendoza í Benissa sem er ótrúlega fallegt vínakursvæði á norður Costa Blancaog fáum að skoða vínkjallaran þeirra og kynnast framleiðslunni. Eftir það er boðið upp á vínsmökkun og smárétti ásamt leiðsögn sérfræðings um vínin í héraðinu. Þaðan  höldum við inn í yndislega fallega sjávarþorpið Altea sem oft hefur verið kallað hvíta perla  Spánar  þar gefast ykkur tækifæri á að rölta aðeins um bæinn áður en við setjumst niður á hágæðaveitingastað  á einum fallegasta útsýnispalli Altea þar sem við munum njóta góðs kvöldverðar og góðrar þjónustu.

Brottför la Zenia 14.00

Innifalið í verði

Íslensk farastjórn

Rútuferð frá  La Zenia fram og til baka

Vínsmökkun og smáréttir

Kvöldverður í Altea á Veitingastaðnum Casa Vital

Möguleiki á að versla vín á sérstöku verði og geyma í rútunni á meðan þú ert í Altea.

Vínsmökkun og dásamlegt kvöld í Altea

Verð frá 125 

Hafðu samband

Til að fá nánari upplýsingar um þessa ferð.

Fyrirspurn um ferð