Við byrjum daginn fyrir ofan Benidorm í Guadalest sem án efa er eitt fallegasta fjallaþorp Spánar og þótt víðar væri leitað. Íbúar þess eru aðeins um 170 talsins en yfir tvær milljónir ferðamanna heimsækja staðinn á hverju ári, sem gerir þetta litla þorp að einum fjölsóttasta ferðamannastað Spánar.Í þorpinu er gamalt Máravirki frá 8. öld, byggt á kletti í um 900 metra hæð yfir sjávarmáli ,mörg áhugaverð lítil söfn og skemmtilegar verslanir sem gaman er að skoða, útsýnið yfir hafið og fjöllin er algjörlega einstakt.
Næsta stopp eru fallegu Algar fossarnir þar sem hollt og gott tapas nesti er í boði og hægt er að kæla sig í kristaltæru fossunum. Hér mælum við með að þú komir með sundföt og handklæði og farðu í góða gönguskó því það verður hált á sumum stöðum.
Eftir hressandi kælingu og slökun við fossana er ferðinni haldið til Altea þar sem við munum borða saman kvöldmat og njóta sólarlagsins.
Allir sem koma til Spánar ættu að heimsækja Altea. Gamli bærinn stendur uppá hæð sem áður fyrr gerði þorpsbúum kleift að sjá til sjóræningjana sem stundum komu frá Ibiza eða Mallorca og gerðu mikinn óskunda á meginlandinu. Bærinn er þekktur fyrir kirkjuna sem er rómuð fyrir fegurð og byggist gamli bærinn í kringum hana. Það er einstaklega notalegt að ganga um litlu steinlögðu göngugöturnar (háir hælar geta reynst hættulegir) og rétt við kirkjuna er útsýnispallur þaðan sem sést yfir til Benidorm og Calpe.Fjöldi smáverslana sem selja listmuni, skartgripi og leðurvöru eru við þröngar götur þorpsins og á sumrin er starfræktur listamarkaður á kirkjutorginu.
Eftir ógleymanlegan dag endum við daginn með kvöldmat á veitingastaðnum Casa Vital sem er staðsettur á einum fallegasta útsýnispalli Altea
Brottför la Zenia 09.00
Innifalið í verði
Íslensk farastjórn
Rútuferð frá La Zenia fram og til baka
Stopp og leiðsögn í Guadalest
Aðgangur að Fossunum og nesti
Kvöldverður í Altea á Veitingastaðnum Casa Vital